Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan. Jólafréttir Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan.
Jólafréttir Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira