Knastáslaus vél í fyrsta fjöldaframleidda bílinn 21. nóvember 2016 12:30 Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti. Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent
Svíinn Christian von Koenigsegg hefur lengi unnið að þróun knastáslausrar bílvélar, en slíkar vélar hafa óumdeilda kosti umfram vélar með knastásum. Nú er svo komið að því að slík vél sjáist í fyrsta fjöldaframleidda bílnum því kínverski bílaframleiðandinn Qoros ætlar að setja slíka vél í Qoros 3 bíl og sýna hann seinna í þessum mánuði á bílasýningu í Guangshou í Kína. Þessi vél kemur úr smiðju FreeValve sem er dótturfyrirtæki Koenigsegg og er hún um margt merkileg. Í fyrsta lagi er hún með 47% meira afl en samskonar vél með knastása. Vélin er aðeins 1,6 lítra en skilar 230 hestöflum. Hún er með 45% meira tog, eða 320 Nm og mengar 15% minna. Auk þess að nota ekki hefðbundna knastása til að opna innsogs- og útblástursventla þá slekkur vélin á þeim strokkum sem ekki er not fyrir þegar vélin vinnur undir litlu álagi og með því lækkar eyðsla vélarinnar enn frekar. Í meðfylgjandi myndskeiði er tæknin bak við þessa tímamóta vél útskýrð að einhverju leiti.
Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent