Hvetja Clinton til að krefjast endurtalningar í þremur ríkjum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2016 08:13 Hillary Clinton hlaut flest atkvæði í forsetakosningunum en tapaði þeim engu að síður. Vísir/AFP Þær gerast nú æ háværari raddirnar sem hvetja til þess að ítarlega verði farið yfir kosningaúrslitin í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins þar sem Donald Trump fór með sigur af hólmi. Marga grunar að átt hafi verið við rafrænar kosningavélar í nokkrum ríkjum.Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag en um óformlegan hóp háskólamanna og aðgerðasinna er að ræða og hvetja þeir nú Hillary Clinton og hennar lið til að slást í lið með þeim og gera sömu kröfu. Skýrsla um málið er í undibúningi en hópinn grunar að erlendir tölvuþrjótar hafi haft áhrif á úrslit í að minnsta kosti þremur ríkjum, Wisconsin, Pennsylvaníu og í Michigan. Það sem hópurinn undrast er sú staðreynd að í þessum ríkjum, þar sem Clinton var yfirleitt spáð sigri en tapaði á endanum, er ósamræmi í úrslitum eftir því hvort kosið var með hefðbundnum kjörseðlum eða rafrænt, í viðkomandi sýslu. Trump hafði yfirleitt betur, og það með nokkrum mun, í rafrænu kosningunum, en Hillary vann hins vegar flestar sýslurnar þar sem kjörseðlar eru enn notaðir. Ekki eru þó allir sammála um alvarleika málsins og kannanasérfræðingurinn heimsfrægi, Nate Silver, segir að þeir sem aðhyllilist þessar kenningar gleymi að taka aðrar breytur með í reikninginn. Ef litið er til kynþáttar og menntunar kjósenda í viðkomandi sýslum þá hverfur þessi munur, sem í fyrstu virðist svo undarlegur, að sögn Silver. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Þær gerast nú æ háværari raddirnar sem hvetja til þess að ítarlega verði farið yfir kosningaúrslitin í forsetakosningunum í byrjun mánaðarins þar sem Donald Trump fór með sigur af hólmi. Marga grunar að átt hafi verið við rafrænar kosningavélar í nokkrum ríkjum.Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag en um óformlegan hóp háskólamanna og aðgerðasinna er að ræða og hvetja þeir nú Hillary Clinton og hennar lið til að slást í lið með þeim og gera sömu kröfu. Skýrsla um málið er í undibúningi en hópinn grunar að erlendir tölvuþrjótar hafi haft áhrif á úrslit í að minnsta kosti þremur ríkjum, Wisconsin, Pennsylvaníu og í Michigan. Það sem hópurinn undrast er sú staðreynd að í þessum ríkjum, þar sem Clinton var yfirleitt spáð sigri en tapaði á endanum, er ósamræmi í úrslitum eftir því hvort kosið var með hefðbundnum kjörseðlum eða rafrænt, í viðkomandi sýslu. Trump hafði yfirleitt betur, og það með nokkrum mun, í rafrænu kosningunum, en Hillary vann hins vegar flestar sýslurnar þar sem kjörseðlar eru enn notaðir. Ekki eru þó allir sammála um alvarleika málsins og kannanasérfræðingurinn heimsfrægi, Nate Silver, segir að þeir sem aðhyllilist þessar kenningar gleymi að taka aðrar breytur með í reikninginn. Ef litið er til kynþáttar og menntunar kjósenda í viðkomandi sýslum þá hverfur þessi munur, sem í fyrstu virðist svo undarlegur, að sögn Silver.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira