Stefnir í stjórnarkreppu Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. vísir/Anton Brink Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Hæpið er að Björt framtíð fari í ríkisstjórnarsamstarf án Viðreisnar, þrátt fyrir að tvennar stjórnarmyndunarviðræður þar sem flokkarnir hafa gengið samhliða, hafi runnið út í sandinn. Einörð afstaða Viðreisnar í sjávarútvegs-, og Evrópumálum annars vegar og skattamálum hinsvegar hefur komið í veg fyrir að til ríkisstjórnarsamstarfs hafi verið stofnað. „Björt framtíð er auðvitað ekkert í hjónabandi með Viðreisn, en samstarfið við þau hefur verið gott og verið á málefnalegum grundvelli. Við erum tveir flokkar sem sameinast á miðjunni og út frá frjálslyndum viðhorfum. Við höfum gert þá rödd sterkari saman, og það er fyrst og fremst það sem okkur í Bjartri framtíð finnst mjög mikilvægt,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar. Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka undir stjórn Vinstri grænna slitnaði seinni partinn í gær þegar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, tilkynnti Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, á tveggja manna fundi þeirra að hann hefði ekki sannfæringu fyrir samstarfinu. Ákvörðun Katrínar um að viðræðunum væri þar með sjálfhætt var tilkynnt á fundi formannanna fimm skömmu síðar. Hugmyndir VG um aukinn fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og hátekjuskatt stóðu í Viðreisn en heimildir Fréttablaðsins herma að Björt framtíð hafi ekki gengið alveg í takt við Viðreisn þegar kom að því að slíta stjórnarmyndunarviðræðunum. Björt segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórnarsamstarf sem hafni forræðishyggju og hafi frjálslyndi og framsýni að leiðarljósi. „Hingað til hafa flokkarnir lengst til hægri og lengst til vinstri ekki staðsett sig þar.“ Katrín Jakobsdóttir kemur til með að ræða við forseta Íslands í dag um framhaldið og hvort henni beri að skila stjórnarmyndunarumboðinu. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrst verði gerð tilraun til að ræða við Framsóknarflokkinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira