Forsetinn vitnar í Bubba og Bjartmar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira