Finnur Freyr: Lélegasti leikur liðsins síðan ég tók við Kristinn Geir Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 24. nóvember 2016 22:46 Finnur Freyr var ekki par sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. vísir/ernir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ekki par hrifinn af frammistöðu sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta er lélegsta frammistaða liðsins síðan ég tók við því, fyrir þremur árum. Á öllum vígstöðvum vorum við langt frá okkar besta. Við byrjum ágætlega og erum að hlaupa ágætan sóknarleik og erum að fá fín skot en sniðskotin fóru ekki niður. Opin skot frá okkar skyttum fóru ekki niður og þá verða hlutirnir erfiðir,“ sagði Finnur. „Frammistaðin í heild var einfaldlega langt fyrir neðan allar hellur og ekki okkur bjóðandi. En svona er þetta stundum; þegar þú spilar illa, taparðu. Það er svo einfalt.“ Lykilmenn KR áttu undarlegt kvöld, svo ekki verður meira sagt og þó Finnur hafi alls ekki kafað djúpt á bekkinn (aðeins 8 leikmenn komu við sögu) þá voru aðeins tveir byrjunarliðsmenn sem spiluðu síðustu fimm mínúturnar. „Ég var óánægður með allt liðið, við vorum búnir að vera að reyna hitt og þetta lunga leiks. það var ekki búið að ganga og þá verður maður að breyta einhverju og Arnór [Hermannsson], sérstaklega, kom með kraft inn. Strákur sem er búinn að vera að spila vel það sem af er vetri,“ sagði Finnur. „Ungu strákarnir stóðu sig vel en munurinn var orðinn of mikill þarna síðustu sex mínúturnar til þess að eiga raunhæfan möguleika, það hefði allt þurft að ganga upp. En þeir gerðu vel og börðust; gerðu þetta þannig að við gátum gengið nokkuð sómasamlega frá leiknum en frammistaðan bara djók.“ Aðspurður hvort liðið færi í naflaskoðun núna sagði Finnur: „Neinei, við skulum ekki tapa okkur. Við vitum alveg hvað við getum, stundum erum við í stuði og stundum ekki. Við vitum að við þurfum að vera betri. Við þurfum að taka skilaboðunum sem við fengum í þessum leik en ekki lesa of mikið í stöðuna,“ sagði Finnur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Njarðvík 61-72 | Frábær varnarleikur Njarðvíkinga gerði útslagið Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann 11 stiga sigur, 61-72, á Íslandsmeisturum KR í DHL-höllinni í 8. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 24. nóvember 2016 22:00