Magni Böðvar fyrir dóm í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Magni Böðvar Þorvaldsson hefur verið ákærður fyrir morð. Mynd/JSO Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem á íslenskan föður og bandaríska móður, mun mæta fyrir dóm í Jacksonville-borg í Flórída þann tólfta desember næstkomandi. Magni Böðvar er ákærður fyrir morð . Frá þessu greinir starfsmaður fangelsisins John E. Goode Pre-Trial Detention Facility í samtali við Fréttablaðið. „Hann hefur verið ákærður fyrir morð og verið í fangelsinu síðan nítjánda nóvember. Þá mætti hann fyrst fyrir dóm. Hann fer næst fyrir dóm tólfta desember,“ segir starfsmaðurinn. Fréttasíðan News4Jax í Jacksonville greinir frá því að Magni, sem heitir Johnny Wayne Johnson í Bandaríkjunum sökum tvöfalds ríkisfangs, hafi verið ákærður fyrir morðið á hinni 43 ára gömlu Sherry Prather. Líkamsleifar hennar fundust í skóglendi nærri Braddock Road í Jacksonville árið 2012.Sherry Prather var myrt árið 2012.Mynd/JSOVoru þær svo illa farnar að nokkurn tíma tók að skera úr um hvort þær væru mennskar. Síðar meir kom í ljós að hún hafði látist eftir að hafa fengið byssukúlu í bringuna. Magni hefur í fjögur ár legið undir grun. Á öryggismyndavél öldurhúss frá kvöldinu sem Prather hvarf má sjá þau tvö keyra í burtu á bifhjóli hans. Stuttu seinna gaf vitni sig fram við lögreglu og sagði Magna hafa játað morðið við sig. Útvarpsstöðin WOKV greindi þá frá því að annað vitni hafi gefið sig fram með sams konar sögu fyrr í mánuðinum og því hafi lögregla handtekið Magna. Í yfirheyrslu lögreglu hafi Magni haldið sig við upphaflega sögu sína, en hann var einnig yfirheyrður árið 2012, en hafi smám saman breytt smáatriðum hennar. Samkvæmt því sem má lesa úr gögnum frá dómstól Duval-sýslu í Flórída nýtur Magni þjónustu opinbers lögmanns þar sem hann hefur ekki efni á því að ráða sér lögmann. Í þeim gögnum má einnig sjá að Magni var árið 1996 dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir innbrot og þjófnað. Hann hefur einnig verið sakfelldur fyrir þrjú brot á umferðarlögum. Fyrir að keyra án réttinda og fyrir að keyra bíl í ólagi árið 2009 og fyrir að keyra á ofsahraða árið 2013. Sara Hatt, unnusta Magna, segir í viðtali við Stundina að Magni sé saklaus. Ákæran sé hefndaraðgerð af hálfu fyrrum eiginkonu Magna, sem Jacksonville.com greinir frá að hafi sakað hann um heimilisofbeldi. Eiginkonan fyrrverandi og besti vinur hennar segir Hatt að hafi þegið þrjú þúsund bandaríkjadali fyrir að segja til Magna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Flórídafanginn Tengdar fréttir Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórída grunaður um að hafa banað Sherry Prather árið 2012. Vísbendingar tveggja vitna leiddu til sterks gruns lögreglu um að hann tengdist morðinu. 27. nóvember 2016 20:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent