VW Arteon leysir af CC Finnur Thorlacius skrifar 28. nóvember 2016 11:27 Volkswagen Sport Coupe Concept GTE tilraunabíllinn. Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent
Í síðustu viku tilkynnti Volkswagen að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á CC bíl sínum, en ekki leið langur tími uns Volkswagen tilkynnti um arftaka hans. Hann mun heita Arteon og er að svipaðri stærð og CC bíllinn og ef eitthvað er enn sportlegri. Arteon er stærri bíll en Passat, líka fjögurra hurða en eins og sannur sportbíll með enga ramma utanum framhliðarrúðurnar. Forveri þessa bíls er tilraunabíllinn Sport Coupe Concept GTE sem sést hér að ofan og endanlegt útlit Arteon verður víst nokkuð líkt honum. Í grunninn er þessi nýi bíll þó örlítið stækkuð útgáfa af Passat með coupe-lagi, en með mjög vönduðum frágangi og nýjustu tækni. Hann verður þó með mun stærra skottrými en forverinn CC. Þessi bíll verður nokkuð dýrari en Passat, enda talsvert meira í hann lagt. Arteon mun fá sömu vélar og er að finna í Passat, en þó veður einni öflugri vél bætt við sem flaggskip bílgerðarinnar. Volkswagen ætlar að sýna þennan nýja Arteon bíl á bílasýningunni í Genf í mars næstkomandi og hann fer svo í sölu í sumar.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent