Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 19:00 Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“ Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“
Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira