Klámstjarna með bíladellu Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2016 10:04 Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent
Klámstjarnan Mareike Fox er með ólæknandi bíladellu og á og ekur um á Nissan GT-R bíl sem breytt hefur verið í 750 hestafla orkuskrímsli sem breytt hefur verið á ýmsa lund. Hún lét breytingafyrirtækið Prior Design eiga hressilega við bíl sinn og er hann með nýjan fram- og afturenda, auk þess að mun útstæðari hjólaskálar eru nú á bíl hennar og ógnarbreið dekk. Það kostaði hana vel á aðra milljón og bættist það við um 12 milljón króna kaupverð bílsins. Vélarbreyting Prior Design bætir við 185 hestöflum en í grunninn er Nissan GT-R 565 hestöfl. Með því er þessi bíll Mareike Fox orðinn öflugri en Lamborghini Aventador og sneggri en 3 sekúndur í hundraðið. Klámstjarnan hefur mikinn áhuga á að sýna þennan magnaða bíl sinn og í myndskeiðinu hér að ofan er hún að sýna hann í ónafngreindri bílasýningu í Mónakó.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent