Obama og Trump funduðu í einn og hálfan tíma: „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 18:05 Trump og Obama takast í hendur eftir fund þeirra í dag. vísir/getty Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Þeir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, sem mun taka við embættinu af Obama í janúar, hittust í fyrsta sinn á fundi í Hvíta húsinu nú síðdegis. Fundurinn varði í um einn og hálfan tíma en Trump sagði að upphaflega hefðu þeir ekki gert ráð fyrir að funda í meira en korter. Þeir hefðu hins vegar haft nóg að ræða. Obama sagði við fjölmiðlamenn eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt utanríkismál og innanríkismál. Hann sagði það forgangsatriði að það gengi vel að skipta um forseta svo að Trump gæti orðið farsæll í embætti. „Ef hann verður farsæll þá mun landið njóta farsældar,“ sagði Obama. Þá sagði forsetinn jafnframt að það væri hvetjandi að heyra að Trump væri tilbúinn til að vinna með teymi Obama að ýmsum þeirra mála sem Bandaríkin standa frammi fyrir. „Það er mikilvægt fyrir öll okkar að koma núna saman og vinna saman,“ sagði Obama og bætti við að á meðan þeir Trump ræddust við hafi eiginkonur þeirra, þær Michelle og Melania, rætt saman. „Við viljum að þeim líði eins og þau séu velkomin,“ sagði Obama. Trump tók síðan til máls og sagði að þetta væri í allra fyrsta sinn sem þeir Obama hittust. Hann sagði að þeir hefðu getað rætt saman mun lengur en þennan eina og hálfa tíma sem fundur þeirra varði. Þá kvaðst hann hlakka til að ræða við Obama í framtíðinni en sagði að sumt af því sem þeir ræddu í hefði verið gott og annað erfitt. „Herra forseti, það var mikill heiður að vera með þér í dag,“ sagði Trump. Fram kemur á vef Wall Street Journal að Obama-hjónin hafi hætt við myndatöku með Trump-hjónunum sem taka átti af þeim við suðurinngang Hvíta hússins eftir fundinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15 Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15 Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Trump lofar að sýna öllum sanngirni Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna og heitir því að verða forseti allra Bandaríkjamanna. Hillary Clinton, sem tapaði þrátt fyrir að hafa fengið fleiri atkvæði, vonast til þess að hann muni reynast vel en segir úrslitin sár 10. nóvember 2016 07:15
Þröng staða Demókrata: Í minnihluta víðast hvar og enginn augljós leiðtogi í sjónmáli Demókrataflokkurinn í Bandaríkjum er í sárum eftir úrslit þing- og forsetakosninganna þar í landi. 10. nóvember 2016 15:15
Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Mike Pence er harður andstæðingur fóstureyðinga og hjónabanda samkynhneigðra. 10. nóvember 2016 12:00