Ljóðin sem lækna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. nóvember 2016 07:00 Heimurinn þarf meira á ljóðum að halda en nokkru sinni og því er missirinn þeim mun sárari þegar féllu frá á dögunum tvö mikilvæg skáld: Ingibjörg Haraldsdóttir og Leonard Cohen. Ólíkt fólk og ólík lífshlaup – en þau áttu bæði þessa rödd. Þegar maður hugsar til þeirra heyrir maður strax fyrir sér rödd. Þau voru bæði lágmælt en geðrík, miðluðu sterkum tilfinningum af yfirlætislausri rómfegurð. Ég heyrði fyrst í Leonard Cohen þegar ég var þrettán ára. Bróðir minn keypti plötuna Songs from a Room og allt í einu bættist inn í hljóðheim Karfavogsins einkennilega plokkaður gítarleikur og reikul júðaharpa – og þessi drungalega rödd, eintóna, svolítið ólundarleg, viðkvæm en innileg. Lögin sár og falleg, full af óumræðilegri þrá og sorg yfir hlutskipti mannanna eins og tregasöngurinn um hana Nancy eða lífssöngur Cohens og allra söngvaskálda: Bird on the Wire.Slökkt á kerti Bróðir minn hafði nokkrum árum fyrr kynnt mig fyrir Dylan þegar hann keypti plötuna Time they are a-changin og hann heldur því fram að Cohen hafi verið betra skáld en Dylan – hann segir að Cohen hafi verið Jónas en Dylan Sigurður Breiðfjörð. Það er ekki slæm kenning, enda var Sigurður Breiðfjörð hroðvirkt stórskáld en Jónas lærður og fágaður. Cohen skrifaði hins vegar aldrei niðursallandi dóm um Tristrans rímur og Indíönu eftir Dylan; öðru nær: gagnkvæm virðing einkenndi samskipti þessara tveggja rámu gyðinga með mikil nef. Maður fylgdist með Cohen gegnum tíðina, fór á ógleymanlega tónleika hans í Laugardalshöll sem ætluðu engan enda að taka því aukalög fylgdu aukalögum – og sá þar hlýjan mann, hógværan, mildan og örlátan, sem deildi glaður með okkur töfrunum sem hann hafði öðlast vald á með markvissri og alvörugefinni ástundun þeirrar listar sem hann var útvalinn til að sinna. Svo fór maður að heyra alls konar fólk syngja með trúarklökkva og djúpri tilbeiðslu lagið hans Hallelujah, eins og það sé hvítasunnusafnaðar-sálmur en ekki myrkur söngur um valdaleiki eins og þeir birtast okkur í kynlífi og trúarlífi með vísunum í sögur Biblíunnar af hórdómi Davíðs og hárklippingum Delílu á Samsoni. Cohen var kominn af trúræknum gyðingum en fékk sjálfur trúarþörf sinni fullnægt með því að valsa um í ýmsum trúarkerfum, eins og sjálfsagt er að gera, ekki síst lagði hann sig eftir Zen-búddisma. Samt var eins og hann losnaði aldrei við Guð bernsku sinnar, sem birtist í textum Cohens sem hinn dyntótti og eiginlega galni Jahve gamla testamentisins – „you don't really care for music, do you?“ syngur hann í Hallelujah um þessa persónu, sem kemur oft fram í þessum textum eins og sjálfur óvinurinn, húmorlaus valdafígúra sem menn reyna stundum að blíðka eða fá til að taka sönsum, en hann heimtar fórnir og vill brenna heiminn; „You wan't it darker“ söng Cohen í síðasta söng sínum um þessa fígúru og bætir við: „we killed the flame“.Kveikt á kerti Það er dimmt í heimi hér í ljóðum Cohens. Hjá Ingibjörgu Haraldsdóttur finnst manni þetta líka oft: hún yrkir stundum um reykvísku súldina, rokið og grámann og hversu erfitt getur verið að komast í gegnum daginn. Hún yrkir um vonbrigðin, drauma sem rættust ekki, einsemd og sorgir. Hún færir það í orð hvernig okkur líður stundum, gerir það af nákvæmni og hispursleysi og að því er virðist án tilfinningasemi. Í síðustu bók sinni frá 2002, Hvar sem ég verð, einhverri mögnuðustu ljóðabók seinni ára yrkir hún um nákalda þögn og nístandi nepju og hversu fráleitt það er að eiga sér draum í febrúar, aleinan hest í útjaðri þorps og rautt hjarta á miðjum veginum – um húmið sem er „þessi kyrra mjúka dýpt / andartaksins // áður en myrkrið skellur á“ og um skáldkonu sem hvarf og varð ef til vill hvíslandi lind eða smáfugl á grein og ef til vill „að ljóði úti í skógi“ … En þarna eru líka ljóð um „söngfuglasumar“ og iðandi líf sem sprettur úr „moldinni dimmu“. Hún yrkir um þrána eftir því að geta „gefið þér /ljóðin sem lækna“ og í upphafi – þegar kvödd er önnur skáldkona sem hvarf alltof snemma, Nína Björk, er þrátt fyrir allt „engill til verndar“, þó að vísu vanti á hann „annan vænginn/ og höndin sem blessar / vegfarandann / er brotin“. Og þar setur hún, sem á engan guð sjálf, traust sitt á að sá guð sem Nína trúði á taki mark á kertinu sem hún hefur kveikt á … Við kveikjum á kerti í minningu Ingibjargar Haraldsdóttur og lesum ljóðin hennar. Við þurfum ljós og ljóð, meira en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Heimurinn þarf meira á ljóðum að halda en nokkru sinni og því er missirinn þeim mun sárari þegar féllu frá á dögunum tvö mikilvæg skáld: Ingibjörg Haraldsdóttir og Leonard Cohen. Ólíkt fólk og ólík lífshlaup – en þau áttu bæði þessa rödd. Þegar maður hugsar til þeirra heyrir maður strax fyrir sér rödd. Þau voru bæði lágmælt en geðrík, miðluðu sterkum tilfinningum af yfirlætislausri rómfegurð. Ég heyrði fyrst í Leonard Cohen þegar ég var þrettán ára. Bróðir minn keypti plötuna Songs from a Room og allt í einu bættist inn í hljóðheim Karfavogsins einkennilega plokkaður gítarleikur og reikul júðaharpa – og þessi drungalega rödd, eintóna, svolítið ólundarleg, viðkvæm en innileg. Lögin sár og falleg, full af óumræðilegri þrá og sorg yfir hlutskipti mannanna eins og tregasöngurinn um hana Nancy eða lífssöngur Cohens og allra söngvaskálda: Bird on the Wire.Slökkt á kerti Bróðir minn hafði nokkrum árum fyrr kynnt mig fyrir Dylan þegar hann keypti plötuna Time they are a-changin og hann heldur því fram að Cohen hafi verið betra skáld en Dylan – hann segir að Cohen hafi verið Jónas en Dylan Sigurður Breiðfjörð. Það er ekki slæm kenning, enda var Sigurður Breiðfjörð hroðvirkt stórskáld en Jónas lærður og fágaður. Cohen skrifaði hins vegar aldrei niðursallandi dóm um Tristrans rímur og Indíönu eftir Dylan; öðru nær: gagnkvæm virðing einkenndi samskipti þessara tveggja rámu gyðinga með mikil nef. Maður fylgdist með Cohen gegnum tíðina, fór á ógleymanlega tónleika hans í Laugardalshöll sem ætluðu engan enda að taka því aukalög fylgdu aukalögum – og sá þar hlýjan mann, hógværan, mildan og örlátan, sem deildi glaður með okkur töfrunum sem hann hafði öðlast vald á með markvissri og alvörugefinni ástundun þeirrar listar sem hann var útvalinn til að sinna. Svo fór maður að heyra alls konar fólk syngja með trúarklökkva og djúpri tilbeiðslu lagið hans Hallelujah, eins og það sé hvítasunnusafnaðar-sálmur en ekki myrkur söngur um valdaleiki eins og þeir birtast okkur í kynlífi og trúarlífi með vísunum í sögur Biblíunnar af hórdómi Davíðs og hárklippingum Delílu á Samsoni. Cohen var kominn af trúræknum gyðingum en fékk sjálfur trúarþörf sinni fullnægt með því að valsa um í ýmsum trúarkerfum, eins og sjálfsagt er að gera, ekki síst lagði hann sig eftir Zen-búddisma. Samt var eins og hann losnaði aldrei við Guð bernsku sinnar, sem birtist í textum Cohens sem hinn dyntótti og eiginlega galni Jahve gamla testamentisins – „you don't really care for music, do you?“ syngur hann í Hallelujah um þessa persónu, sem kemur oft fram í þessum textum eins og sjálfur óvinurinn, húmorlaus valdafígúra sem menn reyna stundum að blíðka eða fá til að taka sönsum, en hann heimtar fórnir og vill brenna heiminn; „You wan't it darker“ söng Cohen í síðasta söng sínum um þessa fígúru og bætir við: „we killed the flame“.Kveikt á kerti Það er dimmt í heimi hér í ljóðum Cohens. Hjá Ingibjörgu Haraldsdóttur finnst manni þetta líka oft: hún yrkir stundum um reykvísku súldina, rokið og grámann og hversu erfitt getur verið að komast í gegnum daginn. Hún yrkir um vonbrigðin, drauma sem rættust ekki, einsemd og sorgir. Hún færir það í orð hvernig okkur líður stundum, gerir það af nákvæmni og hispursleysi og að því er virðist án tilfinningasemi. Í síðustu bók sinni frá 2002, Hvar sem ég verð, einhverri mögnuðustu ljóðabók seinni ára yrkir hún um nákalda þögn og nístandi nepju og hversu fráleitt það er að eiga sér draum í febrúar, aleinan hest í útjaðri þorps og rautt hjarta á miðjum veginum – um húmið sem er „þessi kyrra mjúka dýpt / andartaksins // áður en myrkrið skellur á“ og um skáldkonu sem hvarf og varð ef til vill hvíslandi lind eða smáfugl á grein og ef til vill „að ljóði úti í skógi“ … En þarna eru líka ljóð um „söngfuglasumar“ og iðandi líf sem sprettur úr „moldinni dimmu“. Hún yrkir um þrána eftir því að geta „gefið þér /ljóðin sem lækna“ og í upphafi – þegar kvödd er önnur skáldkona sem hvarf alltof snemma, Nína Björk, er þrátt fyrir allt „engill til verndar“, þó að vísu vanti á hann „annan vænginn/ og höndin sem blessar / vegfarandann / er brotin“. Og þar setur hún, sem á engan guð sjálf, traust sitt á að sá guð sem Nína trúði á taki mark á kertinu sem hún hefur kveikt á … Við kveikjum á kerti í minningu Ingibjargar Haraldsdóttur og lesum ljóðin hennar. Við þurfum ljós og ljóð, meira en nokkru sinni.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun