Valsmenn stöðvuðu sigurgöngu Hattar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2016 23:21 Illugi Auðunsson var með 13 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Valsmenn í kvöld. Vísir/Vilhelm Höttur tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld en Hattarmenn fór þá stigalausir heim frá Hlíðarenda. Fjölnismenn unnu á sama tíma og komust upp að hlið Hattar á toppnum. Höttur og Fjölnir eru nú jöfn á toppnum með 12 stig en Valsmenn og Blikar eru í 3. til 4. sæti með tíu stig. Það stefnir því í jafna keppni í 1. deildinni í vetur. Efsta liðið fer beint upp í Domino´s deildina en fjögur næstu lið berjast síðan um hitt sætið í úrslitakeppni. Benedikt Blöndal var atkvæðamestur í jöfnu liði Valsmanna sem vann níu stiga sigur á Fjölni á Hlíðarenda, 86-77. Urald King (16 stig og 13 fráköst), Illugi Steingrímsson (14 stig) og Illugi Auðunsson (13stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar áttu allir góðan leik. Valsmenn þurftu að spila kanalausir í fyrstu sex leikjum sínum en Urald King er nú loksins kominn með leikheimild. Valsmenn slógu úrvalsdeildarlið Snæfells út úr bikarnum í fyrsta leik King með Hlíðarendaliðinu. Mirko Stefan Virijevic var með 19 stig og 15 fráköst hjá Hetti og Bandaríkjamaðurinn Aaron Moss skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hattarmenn höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í vetur en liðið féll úr Domino´s deildinni síðasta vor. Leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með 28 stig og 9 stoðsendingar fyrir Fjölni í 32 stiga sigri á Hamar í Grafarvogi, 107-75. Garðar Sveinbjörnsson skoraði 26 stig og Collin Anthony Pryor var með 18 stig, 22 fráköst og 8 stoðsendingar. Það dugði ekki Hamarsmönnum að Christopher Woods skoraði 32 stig og tók 15 fráköst. Næststigahæsti maður liðsins var Örn Sigurðarson með 10 stig.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum 1. deildar karla í kvöld:Fjölnir-Hamar 107-75 (32-13, 23-17, 28-19, 24-26)Fjölnir: Róbert Sigurðsson 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 26/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/22 fráköst/8 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 12, Þorgeir Freyr Gíslason 8/11 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3/5 fráköst, Helgi Hrafn Halldórsson 2/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2.Hamar: Christopher Woods 32/15 fráköst, Örn Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 8/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 8/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 7, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3, Snorri Þorvaldsson 2, Arvydas Diciunas 2/5 fráköst.Valur-Höttur 86-77 (24-25, 28-28, 16-14, 18-10)Valur: Benedikt Blöndal 18/5 fráköst, Urald King 16/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 14/4 fráköst, Illugi Auðunsson 13/12 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Birgir Björn Pétursson 4/9 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 3, Sigurður Dagur Sturluson 3.Höttur: Mirko Stefan Virijevic 19/15 fráköst, Aaron Moss 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 12/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 9, Vidar Orn Hafsteinsson 8/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 8, Gísli Þórarinn Hallsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Höttur tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld en Hattarmenn fór þá stigalausir heim frá Hlíðarenda. Fjölnismenn unnu á sama tíma og komust upp að hlið Hattar á toppnum. Höttur og Fjölnir eru nú jöfn á toppnum með 12 stig en Valsmenn og Blikar eru í 3. til 4. sæti með tíu stig. Það stefnir því í jafna keppni í 1. deildinni í vetur. Efsta liðið fer beint upp í Domino´s deildina en fjögur næstu lið berjast síðan um hitt sætið í úrslitakeppni. Benedikt Blöndal var atkvæðamestur í jöfnu liði Valsmanna sem vann níu stiga sigur á Fjölni á Hlíðarenda, 86-77. Urald King (16 stig og 13 fráköst), Illugi Steingrímsson (14 stig) og Illugi Auðunsson (13stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar áttu allir góðan leik. Valsmenn þurftu að spila kanalausir í fyrstu sex leikjum sínum en Urald King er nú loksins kominn með leikheimild. Valsmenn slógu úrvalsdeildarlið Snæfells út úr bikarnum í fyrsta leik King með Hlíðarendaliðinu. Mirko Stefan Virijevic var með 19 stig og 15 fráköst hjá Hetti og Bandaríkjamaðurinn Aaron Moss skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hattarmenn höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í vetur en liðið féll úr Domino´s deildinni síðasta vor. Leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með 28 stig og 9 stoðsendingar fyrir Fjölni í 32 stiga sigri á Hamar í Grafarvogi, 107-75. Garðar Sveinbjörnsson skoraði 26 stig og Collin Anthony Pryor var með 18 stig, 22 fráköst og 8 stoðsendingar. Það dugði ekki Hamarsmönnum að Christopher Woods skoraði 32 stig og tók 15 fráköst. Næststigahæsti maður liðsins var Örn Sigurðarson með 10 stig.Úrslit og stigaskor leikmanna í leikjum 1. deildar karla í kvöld:Fjölnir-Hamar 107-75 (32-13, 23-17, 28-19, 24-26)Fjölnir: Róbert Sigurðsson 28/6 fráköst/9 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 26/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 18/22 fráköst/8 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 12, Þorgeir Freyr Gíslason 8/11 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 5, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3/5 fráköst, Helgi Hrafn Halldórsson 2/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 2.Hamar: Christopher Woods 32/15 fráköst, Örn Sigurðarson 10, Oddur Ólafsson 8/4 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 8/5 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 7, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Björn Ásgeir Ásgeirsson 3, Snorri Þorvaldsson 2, Arvydas Diciunas 2/5 fráköst.Valur-Höttur 86-77 (24-25, 28-28, 16-14, 18-10)Valur: Benedikt Blöndal 18/5 fráköst, Urald King 16/13 fráköst, Illugi Steingrímsson 14/4 fráköst, Illugi Auðunsson 13/12 fráköst/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 9/4 fráköst, Elías Kristjánsson 6, Birgir Björn Pétursson 4/9 fráköst, Ingimar Aron Baldursson 3, Sigurður Dagur Sturluson 3.Höttur: Mirko Stefan Virijevic 19/15 fráköst, Aaron Moss 19/6 fráköst/7 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 12/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 9, Vidar Orn Hafsteinsson 8/5 fráköst, Sigmar Hákonarson 8, Gísli Þórarinn Hallsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira