Þróun nýs Bronco fer fram í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2016 10:55 Svona gæti nýr Bronco litið út. Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent
Sá kvittur hefur lengið verið uppi að Ford hyggist endurvekja Bronco bíl sinn, en hann var framleiddur á árunum 1966 til 1996 og hefur því ekki verið í framleiðslu í 20 ár. Það gæti breyst innan fárra ára því Motoring bílablaðið í Ástralíu hefur greint frá því að þróun nýs Bronco fari nú fram hjá Ford í Ástralíu. Nýr Bronco mundi fá sama T6 undirvagn og nýr Ford Ranger en sá undirvagn var einmitt þróaður af Ford í Ástralíu. Í Motoring var einnig greint frá því að nú þegar væri búið að smíða nokkur prufueintök af Bronco og að sést hefði til þeirra við prófanir í suðurhluta Ástralíu. Þó svo þróun nýs Bronco og Ranger fari fram í Ástralíu er ekki þar með sagt að Bronco verði framleiddur þar, heldur stendur til að framleiða hann í verksmiðju Ford í Michigan ríki í Bandaríkjunum. Líklega mun fyrsta árgerð af nýjum Bronco verða 2020.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent