“The Escape” frá BMW vinsælla en auglýsingar Trump Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 12:50 BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði. Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent
BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði.
Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent