“The Escape” frá BMW vinsælla en auglýsingar Trump Finnur Thorlacius skrifar 15. nóvember 2016 12:50 BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent
BMW hefur framleitt stuttmynd sem af stórum hluta er magnaður bílaeltingaleikur og hefur myndin fengið gríðarlegt áhorf á youtube, reyndar svo mikinn að það var vinsælla en auglýsingar Trump í aðdragandi kosninganna í Bandaríkjunum. Þessi mynd ekki sú eina sem BMW hefur framleitt og hafa þær allar fengið gríðarlegt áhorf. Í myndinni eru engir slorleikarar og er Clive Owen ökumaður BMW bílsins í myndinni og Dakota Fanning fórnarlambið sem hann bjargar í “The Escape”, en það heitir myndin. Clive Owen ekur BMW 540i bíl og verður ekki annað sagt en hann gagnist vel í flóttanum sem myndin hverfist um. Það eru ekki margir góðir bílaeltingaleikir sem sjást á hvíta tjaldinu þessa dagana, heldur mestmegnis svo óraunverulegir og heimskulegir eltingaleikir eins og í Fast & Furious eða hreinlega illa gerðir líkt og í Need For Speed. Því er hér komin hressileg upprifjun á vel gerðum eltingaleikjum, sem myndi sóma sér vel í hvaða James Bond mynd sem er. Myndin er ekki nema um 10 mínútur, en er hverrar mínútu virði.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent