Deilur innan teymis Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 11:00 Jared Kushner, ásamt eiginkonu sinni Ivönku og Tiffany Trump. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira