Varnartröll Í NFL-deildinni fór grátandi af velli í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 12:45 Luke Kuechly var niðurbrotinn þegar hann var keyrður út af vellinum. Vísir/Getty Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty NFL Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira
Carolina Panthers vann 23-20 sigur á New Orleans Saints í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í nótt en þá hófst ellefta vika NFL-tímabilsins. Luke Kuechly er leikmaður Carolina Panthers og einn af bestu varnarmönnum ameríska fótboltans. Það var erfitt fyrir hann að sætta sig við það í nótt að þurfa yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Luke Kuechly fékk höfuðhögg þegar hann reyndi að stöðva einn hlaupara New Orleans Saints liðsins og dómarar leiksins sendu hann í frekari rannsókn vegna mögulegs heilahristings. Luke Kuechly fór af velli á hnjaskvagninum og tárin runnu hjá þessum mikla keppnismanni sem vildu augljóslega vera áfram inná vellinum til þess að hjálpa sínu liði. Stuðningsmenn Carolina Panthers hvöttu hann hinsvegar áfram með því að kalla „Luuuuke!“ Bæði samherjar og mótherjar töluðu vel um Luke Kuechly eftir leikinn og bæði hrósuðu honum og vonuðu að hann yrði ekki lengi frá. Það fer ekkert á milli mála að hann hefur unnið sér inn mikla virðingu í deildinni með frábærri frammistöðu. Luke Kuechly missti af þremur leikjum í fyrra eftir að hann fékk heilahristing í leik. Næsti leikur liðsins er eftir tíu daga en það er ólíklegt að hann verði kominn með grænt ljós fyrir þann leik. Carolina Panthers tókst að landa naumum sigri án síns besta varnarmanns og hefur nú unnið 4 af 10 leikjum sínum. Sigurinn er gríðarlega mikilvægur því liðið á enn möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Tap hefði nánast farið eytt allri von um að fá að keppa um titilinn í ár. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér.Vísir/GettyVísir/Getty
NFL Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira