Israel Martin: Þetta snýst ekki um mig Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 18. nóvember 2016 21:15 Martin þokkalega sáttur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51
Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15