Trump færist nær Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. nóvember 2016 07:30 Hillary Clinton og varaforsetaefni hennar, Tim Kaine, sem gæti þurft að taka við keflinu leiði ný rannsókn lögreglunnar á tölvupóstum hennar eitthvað bitastætt í ljós. Stutt er til stefnu því kosið verður eftir viku. Fréttablaðið/EPA Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Yfirlýsing James Comey, yfirmanns bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur komið kosningabaráttu Hillary Clinton í nokkurt uppnám. Hann skýrði frá því í síðustu viku að FBI ætlaði að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner, en hann sætir rannsókn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvunni sé meðal annars að finna tölvupósta frá Hillary Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna. Comey sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton. Comey hefur verið gagnrýndur fyrir að nefna þetta opinberlega svona skömmu fyrir forsetakosningar, en þær verða haldnar í Bandaríkjunum á þriðjudaginn í næstu viku, þann 8. nóvember. Demókrataþingmaðurinn Harry Reid, leiðtogi minnihlutans í öldungadeild, segir Comey jafnvel hafa gerst brotlegan við lög með þessu: „Starfsfólk mitt hefur komist að þeirri niðurstöðu að þetta framferði geti verið brot á taumhaldslöggjöfinni, sem bannar embættismönnum FBI að nota opinbera stöðu sína til þess að hafa áhrif á kosningar,“ sagði Reid í yfirlýsingu á sunnudag. Hann gaf engar upplýsingar um hugsanlegt innihald tölvupóstanna eða hvers vegna ástæða gæti þótt til þess að efna til rannsóknar. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á úrslit forsetakosninganna, en heldur hefur verið að draga saman með Clinton og Donald Trump undanfarið. Um miðjan október var hún með um sjö prósenta forskot að meðaltali en í gær var það komið niður fyrir þrjú prósent. Trump og stuðningsmenn hafa óspart notfært sér þetta baráttu sinni til framdráttar, enda beinir þetta athyglinni frá vandræðum Trumps sjálfs sem hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir óviðeigandi ummæli um konur og fyrir að birta ekki upplýsingar um skattgreiðslur sínar. Talið er að Clinton og stuðningsmenn hennar muni nú, þessa viku sem eftir er til kosninga, beita sér af meiri hörku gegn Trump en kannski hefði orðið ef þessi yfirlýsing frá FBI hefði ekki komið fram á síðustu stundu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira