Orðinn allra karla elstur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 09:45 Rögnvaldur í hríðarhraglanda á nýju Morsárbrúnni á Skeiðarársandi. Hann byrjaði í brúarsmíði hjá Vegagerðinni árið 1964. Mynd/Björgvin Sigurjónsson Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“ Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“
Lífið Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira