BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 12:21 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13