„Ég var alltaf að vona að þetta væri bara einhver misskilningur“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2016 20:34 Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi. Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Hvernig tökumst við á við erfitt útkall og hver eru áhrif einstakra og uppsafnaðra atburða á einstaklinga sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi? Á Íslandi starfa tæplega eitt þúsund slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í hluta- eða fullu starfi. Um 4.200 einstaklingar eru skráðir á útkallslista hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og þá eru ótaldir allir þeir lögreglumenn, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og heilbrigðisstéttarinnar sem sinna bráðaþjónustu á Íslandi. Viðbragðsaðilar á Íslandi hafa þá sérstöðu miðað við nágrannalöndin að mannfæðin og nálægðin við samborgara sína er meiri hér en gengur og gerist. Viðbragðsaðilar á Íslandi halda nú ráðstefnu þar sem sérfræðingur í sálrænum stuðningi mikilvægi þess að hlúa að þeim sem vinna á þessum vettvangi. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og nánar að fréttum loknum. Útköll eru ekki einungis talin erfið vegna líkamlegs erfiðis sem menn þurfa að vinna við við björgunarstörf, heldur getur til að mynda veður og aðstæður skipt miklu máli. Sálræn aðstoð er því mikilvæg fyrir þennan hóp til þess að vinna úr útköllum.Reyndi verulega á Þann fimmta ágúst 2013 fékk Slökkvilið Akureyrar, ásamt öðrum viðbragðsaðilum, útkall þar sem reyndi verulega á líkamlegt en ekki síður andlegt þol þeirra sem fóru á vettvang. Þá brotlenti flugvél Mýflugs á kvartmílubrautinni á Akureyri. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur hjá slökkviliðsmönnum. Hluti af starfi þeirra hverju sinni er að manna sjúkraflugvél Mýflugs, en áhöfnin er mönnuð flugstjóra, flugmanni og einum sjúkraflutningamanni. Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður, var skráður í áhöfn sjúkravélarinnar þennan dag. „Hérna heima þvoðum við gólfið alltaf á laugardögum og síðan vorum við bara hérna inni. Ég man ekki hvað við vorum að gera, eitthvað rólegt bara,“ segir Helgi Schiöth, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðs Akureyrar. „Þá var bara útkall og það var sagt flugslys.“ Miðað við fyrstu fregnir af vettvangi bjuggust slökkviliðsmenn við því að farþegaflugvél hefði brotlent og undirbjuggu sig fyrir það. Þegar þeir komu á vettvang könnuðust þeir þó við brakið. Helgi segir að honum hafi strax dottið í hug að það væru ekki allir lifandi á svæðinu. Ljóst var að viðbragðsaðilar sem sendir voru þurftu að takast á við gífurlega erfiðan vettvang. Þeir þurftu að tryggja eigið öryggi á staðnum og sömuleiðis tryggja öryggi þeirra sem á svæðinu voru. Þennan sama dag var spyrnukeppni á kvartmílubrautinni og því margir áhorfendur á svæðinu. Jafnframt þurfti að vernda vettvanginn vegna rannsóknarhagsmuna. „Það fyrsta sem maður sér er að það eru allir að vinna og maður fer inn í eitthvað flæði, einhvern sérstakan gír við að reyna að vinna vinnuna sína,“ segir Magnús Smári Smárason. „Það er eitt af því sem situr eftir. Hvað menn unnu og gerðu það sem þurfti að gera.“Óstarfhæfir að verki loknu Þegar starfi slökkviliðsmanna á vettvangi var lokið voru þeir óstarfhæfir sem vakt á slökkviliði. Magnús segir þetta hafa verið gífurlegt högg fyrir slökkviliðsmennina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sálfræðingarnir á Lynghálsi og fleiri viðbragðsaðilar, standa að áðurnefndri ráðstefnu sem fer nú fram. Einn helsti sérfræðingur heimsins í uppbyggingu á sálrænum stuðningi heldur fyrirlestur á ráðstefnunni, en mörg mannúðarsamtök um heim allan vinna eftir fimm grundvallarmarkmiðum hans. „Sálfræðilegur stuðningur sem fólk fær er oft á tíðum það sem kemur fólki í gegnum krísur. Á hinn veginn er fólk sem skortir stuðningsaðila og þau eru líklegust til að eiga í erfiðleikum með að takast á við krísur. Þau verða jafnvel þunglynd, þróa með sér alkóhólisma og fremja jafnvel sjálfsmorð,“ segir Stevan Hobfall, sérfræðingur í sálrænum stuðningi.
Fréttir af flugi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira