Snjallsíminn notaður til að stýra húsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Hægt er að nota snjallsíma sem þennan til þess að stýra tæknivæddum heimilistækjum. Vísir/EPA Sífellt fleiri snjalltæki koma á markað fyrir heimili. Slík tæki eiga það flest sameiginlegt að gera notendum kleift að stýra hinum ýmsu þáttum heimilisins með snjallsímann að vopni.Snjallhátalarar frá Amazon.Amazon EchoVefverslunarrisinn Amazon býður upp á snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Aðstoðarmaðurinn virkar líkt og Siri sem iPhone-notendur þekkja til og kostar hátalarinn um tuttugu þúsund krónur.Snjallhitastillir frá Nest.Nordicphotos/AFPNest Learning ThermostatNest býður upp á stafrænan hitastilli fyrir heimili sem hægt er að stýra úr snjallsíma. Mun notandinn því geta breytt hitastiginu í húsi sínu úr rúminu sé honum og hlýtt eða kalt til að sofna.Lifx ljósaperur sem breyta um lit.Mynd/LifxLifx Color 1000Lifx býður upp á ljósaperur sem þú getur breytt um lit á úr snjallsímanum. Með þeim væri hægt að breyta lýsingu hússins eftir tilefni. Til dæmis gætu ljósaperurnar orðið bleikar í október í tilefni Bleiku slaufunnar.iBaby myndavél til að fylgjast með barninu.Nordicphotos/AFPiBaby MonitoriBaby býður upp á myndavél sem tengist beint við snjallsímann þinn svo þú getir fylgst með barninu. Með myndavélinni verður sem sagt hægt að fylgjast með barninu í háskerpu sama hvar notandinn er staðsettur.Snjalllás frá August svo þú læsist ekki úti.Mynd/AugustAugust Smart LockFyrir þá sem nýta hvert tækifæri til að týna húslyklunum sínum, eða eiga sambýlisfólk sem er gjarnt á að læsa sig úti, er hægt að kaupa snjalllás frá August. Þá getur maður opnað útidyrnar þótt maður sé hvergi nærri heimili sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sífellt fleiri snjalltæki koma á markað fyrir heimili. Slík tæki eiga það flest sameiginlegt að gera notendum kleift að stýra hinum ýmsu þáttum heimilisins með snjallsímann að vopni.Snjallhátalarar frá Amazon.Amazon EchoVefverslunarrisinn Amazon býður upp á snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Aðstoðarmaðurinn virkar líkt og Siri sem iPhone-notendur þekkja til og kostar hátalarinn um tuttugu þúsund krónur.Snjallhitastillir frá Nest.Nordicphotos/AFPNest Learning ThermostatNest býður upp á stafrænan hitastilli fyrir heimili sem hægt er að stýra úr snjallsíma. Mun notandinn því geta breytt hitastiginu í húsi sínu úr rúminu sé honum og hlýtt eða kalt til að sofna.Lifx ljósaperur sem breyta um lit.Mynd/LifxLifx Color 1000Lifx býður upp á ljósaperur sem þú getur breytt um lit á úr snjallsímanum. Með þeim væri hægt að breyta lýsingu hússins eftir tilefni. Til dæmis gætu ljósaperurnar orðið bleikar í október í tilefni Bleiku slaufunnar.iBaby myndavél til að fylgjast með barninu.Nordicphotos/AFPiBaby MonitoriBaby býður upp á myndavél sem tengist beint við snjallsímann þinn svo þú getir fylgst með barninu. Með myndavélinni verður sem sagt hægt að fylgjast með barninu í háskerpu sama hvar notandinn er staðsettur.Snjalllás frá August svo þú læsist ekki úti.Mynd/AugustAugust Smart LockFyrir þá sem nýta hvert tækifæri til að týna húslyklunum sínum, eða eiga sambýlisfólk sem er gjarnt á að læsa sig úti, er hægt að kaupa snjalllás frá August. Þá getur maður opnað útidyrnar þótt maður sé hvergi nærri heimili sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira