Snjallsíminn notaður til að stýra húsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Hægt er að nota snjallsíma sem þennan til þess að stýra tæknivæddum heimilistækjum. Vísir/EPA Sífellt fleiri snjalltæki koma á markað fyrir heimili. Slík tæki eiga það flest sameiginlegt að gera notendum kleift að stýra hinum ýmsu þáttum heimilisins með snjallsímann að vopni.Snjallhátalarar frá Amazon.Amazon EchoVefverslunarrisinn Amazon býður upp á snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Aðstoðarmaðurinn virkar líkt og Siri sem iPhone-notendur þekkja til og kostar hátalarinn um tuttugu þúsund krónur.Snjallhitastillir frá Nest.Nordicphotos/AFPNest Learning ThermostatNest býður upp á stafrænan hitastilli fyrir heimili sem hægt er að stýra úr snjallsíma. Mun notandinn því geta breytt hitastiginu í húsi sínu úr rúminu sé honum og hlýtt eða kalt til að sofna.Lifx ljósaperur sem breyta um lit.Mynd/LifxLifx Color 1000Lifx býður upp á ljósaperur sem þú getur breytt um lit á úr snjallsímanum. Með þeim væri hægt að breyta lýsingu hússins eftir tilefni. Til dæmis gætu ljósaperurnar orðið bleikar í október í tilefni Bleiku slaufunnar.iBaby myndavél til að fylgjast með barninu.Nordicphotos/AFPiBaby MonitoriBaby býður upp á myndavél sem tengist beint við snjallsímann þinn svo þú getir fylgst með barninu. Með myndavélinni verður sem sagt hægt að fylgjast með barninu í háskerpu sama hvar notandinn er staðsettur.Snjalllás frá August svo þú læsist ekki úti.Mynd/AugustAugust Smart LockFyrir þá sem nýta hvert tækifæri til að týna húslyklunum sínum, eða eiga sambýlisfólk sem er gjarnt á að læsa sig úti, er hægt að kaupa snjalllás frá August. Þá getur maður opnað útidyrnar þótt maður sé hvergi nærri heimili sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sífellt fleiri snjalltæki koma á markað fyrir heimili. Slík tæki eiga það flest sameiginlegt að gera notendum kleift að stýra hinum ýmsu þáttum heimilisins með snjallsímann að vopni.Snjallhátalarar frá Amazon.Amazon EchoVefverslunarrisinn Amazon býður upp á snjallhátalarann Echo sem er útbúinn stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Aðstoðarmaðurinn virkar líkt og Siri sem iPhone-notendur þekkja til og kostar hátalarinn um tuttugu þúsund krónur.Snjallhitastillir frá Nest.Nordicphotos/AFPNest Learning ThermostatNest býður upp á stafrænan hitastilli fyrir heimili sem hægt er að stýra úr snjallsíma. Mun notandinn því geta breytt hitastiginu í húsi sínu úr rúminu sé honum og hlýtt eða kalt til að sofna.Lifx ljósaperur sem breyta um lit.Mynd/LifxLifx Color 1000Lifx býður upp á ljósaperur sem þú getur breytt um lit á úr snjallsímanum. Með þeim væri hægt að breyta lýsingu hússins eftir tilefni. Til dæmis gætu ljósaperurnar orðið bleikar í október í tilefni Bleiku slaufunnar.iBaby myndavél til að fylgjast með barninu.Nordicphotos/AFPiBaby MonitoriBaby býður upp á myndavél sem tengist beint við snjallsímann þinn svo þú getir fylgst með barninu. Með myndavélinni verður sem sagt hægt að fylgjast með barninu í háskerpu sama hvar notandinn er staðsettur.Snjalllás frá August svo þú læsist ekki úti.Mynd/AugustAugust Smart LockFyrir þá sem nýta hvert tækifæri til að týna húslyklunum sínum, eða eiga sambýlisfólk sem er gjarnt á að læsa sig úti, er hægt að kaupa snjalllás frá August. Þá getur maður opnað útidyrnar þótt maður sé hvergi nærri heimili sínu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira