Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:32 Obama á kosningafundinum í gær. vísir/epa Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00