Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton hefur dalað verulega í skoðanakönnunum vegna atburða síðustu daga. Nordicphotos/Getty Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Í gær fullyrti fréttastöðin Fox News að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón hennar þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð. Fréttastöðin hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum, sem hún segir hafa góða innsýn í rannsóknir FBI. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag hörðum orðum um James B. Comey, yfirmann FBI, fyrir að hafa blandað sér í kosningabaráttuna á lokasprettinum. „Við störfum ekki á grundvelli ófullkominna upplýsinga,“ sagði Obama, og þótt hann hafi ekki nefnt Comey á nafn, þá þótti augljóst hvern hann átti við. Comey fullyrti í síðustu viku að hugsanlega þurfi að hefja nýja rannsókn á tölvupósti Clintons, þar sem hafin væri rannsókn á tölvupósti fyrrverandi þingmannsins Anthony D. Weiner, sem er jafnframt fyrrverandi eiginmaður aðstoðarkonu Clinton, Huma Abedin. Verulega hefur dregið saman með Clinton og Donald Trump í skoðanakönnunum síðustu daga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32 Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Í gær fullyrti fréttastöðin Fox News að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón hennar þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð. Fréttastöðin hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum, sem hún segir hafa góða innsýn í rannsóknir FBI. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór á miðvikudag hörðum orðum um James B. Comey, yfirmann FBI, fyrir að hafa blandað sér í kosningabaráttuna á lokasprettinum. „Við störfum ekki á grundvelli ófullkominna upplýsinga,“ sagði Obama, og þótt hann hafi ekki nefnt Comey á nafn, þá þótti augljóst hvern hann átti við. Comey fullyrti í síðustu viku að hugsanlega þurfi að hefja nýja rannsókn á tölvupósti Clintons, þar sem hafin væri rannsókn á tölvupósti fyrrverandi þingmannsins Anthony D. Weiner, sem er jafnframt fyrrverandi eiginmaður aðstoðarkonu Clinton, Huma Abedin. Verulega hefur dregið saman með Clinton og Donald Trump í skoðanakönnunum síðustu daga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32 Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. 3. nóvember 2016 07:32
Tvísýnar horfur í Bandaríkjunum Á þessum tíma í næstu viku ætti að liggja ljóst fyrir hver verður orðinara n nýr forseti Bandaríkjanna. Baráttan hefur harðnað til muna á síðustu metrunum og stefnir í tvísýna kosningu, því Trump og Hillary mælast jöfn í nýjustu könnunum. 2. nóvember 2016 19:00