Hafna hótelstækkun á Mývatni Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Til stóð að sjöfalda Hótel Reykjahlíð við Mývatn að stærð. vísir/vilhelm Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30
Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00
Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00