Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Þórgnýr Einar albertsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Tónlistarkonan Katy Perry söng fyrir viðstadda á kosningafundi Hillary Clinton í Pennsylvaníuríki um helgina. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira