Deschamps velur Instagram-stjörnuna aftur í franska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2016 19:00 Patrice Evra og Paul Pogba eftir úrslitaleik EM síðasta sumar. Vísir/Getty Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Juventus-maðurinn Patrice Evra mun snúa aftur í franska landsliðið í verkefnum nóvembermánaðar eftir fjögurra mánaða fjarveru. Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, þurfti að leita til hins 35 ára gamla reynslubolta vegna meiðsla Layvin Kurzawa sem meiddist á fæti um helgina. L´Equipe segir frá. Deschamps hafði ekki valið Patrice Evra í landsliðið síðan á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og síðasti landsleikur hans var úrslitaleikur Evrópumótsins á móti Frakklandi. Patrice Evra hafði aldrei gefið það út að hann væri hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið. Evra spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2004 en hann á að baki 80 A-landsleiki fyrir Frakka. Evra hefur vakið meira athygli á sér á samfélagsmiðlum en hann hefur farið á kostum á Instagram á þessu ári. Instagram-stjarnan á hinsvegar enn erindi í franska landsliðið að mati Deschamps. Layvin Kurzawa er 24 ára gamall og spilar með stórliði Paris Saint-Germain. Hann hefur spilað sex landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í septemberbyrjun. Patrice Evra kemur nú inn fyrir leik á móti Svíum í undankeppni HM 2018 og vináttuleik á móti Fílabeinsströndinni. Leikur Frakka og Svía er toppslagur riðilsins en bæði lið eru taplaus með sjö stig og markatöluna 5-1 eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Patrice Evra hefur spilað með Juventus árið 2014 þegar hann yfirgaf Manchester United eftir átta ár. Evra varð fimm sinnum enskur meistari með United og hefur þegar unnið ítalska titilinn tvisvar sinnum með Juventus.Patrice Evra.Vísir/Getty
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Evra í stuði á Hrekkjavökunni: Dab-ar í gervi Chuckys Patrice Evra, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, er með skemmtilegri mönnum á Instagram. 31. október 2016 23:45
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Evra hrósar sínum forna fjanda Patrice Evra, leikmaður Juventus, hrósaði fjandvini sínum, Luis Suárez, eftir að sá síðarnefndi fékk gullskóinn fyrir að vera markakóngur Evrópu á síðasta tímabili. 21. október 2016 11:00