Dagur gegn einelti í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:45 Kolbrún G. Þorsteinsdóttir stjórnarmaður og Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri í Erindi, samtökum um samskipti og skólamál. Vísir/GVA „Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016 Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Við eigum erindi við fólk. Stóru verkefnin hjá okkur eru að hjálpa skólastjórnendum, kennurum og foreldrum að höggva á erfiða samskiptahnúta og uppræta einelti. Við sendum ráðgjafa í skólana og fögur ummæli sem við höfum fengið frá skólastjórum sýna að aðkoma okkar hefur skilað góðum árangri,“ segir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir í samtökunum Erindi þar sem hún er í stjórn. „Ég held að með sama áframhaldi verðum við Íslendingar fyrirmyndarþjóð í samskiptum.“ Erindi, samtök um samskipti og skólamál, opnuðu aðsetur í Spönginni 37 í byrjun þessa árs. Þar verður opið hús í dag milli klukkan 17 og 19 fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða aðstöðu samtakanna og kynna sér starf þeirra. „Þjóðin safnaði fyrir þessu setri í fyrra með átakinu Á allra vörum – einelti er ógeð og hér eiga allir rétt á þremur tímum hjá ráðgjafa. Björg Jónsdóttir er verkefnisstjóri og heldur utan um starfið,“ segir Kolbrún. „Mest er það fólk frá skólunum sem hefur samband en líka einstaklingar með áhyggjur af börnunum sínum. Tilkynningum til umboðsmanns barna vegna eineltismála hefur stórlega fækkað eftir að við opnuðum og komi upp erfið mál þar þá er þeim vísað til okkar.“ Fræðsluerindi um aðgerðir gegn vinnustaðaeinelti verður haldið 17. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, að sögn Kolbrúnar. Þar taka höndum saman Erindi og fyrirtækið Officium sem sérhæfir sig í vinnustaðaeinelti og kulnun í starfi. „Einnig er á dagskrá að setja saman hóp fullorðinna einstaklinga sem hafa lent í einelti og vilja stuðning við að vinna sig út úr þeirri reynslu,“ segir hún og bendir áhugasömum á að senda línu á erindi@erindi.is Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. nóvember 2016
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira