Freyr: Okkar riðill er einn sá sterkasti á mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 18:02 Íslensku stelpurnar fagna hér sæti á EM. Vísir/Anton Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. Ísland lenti í C-riðli og er þar með Frakklandi, Austurríki og Sviss í riðli. Fyrsti leikur Íslands er á móti stórliði Frakka sem verður risapróf í fyrsta leik. „Ég er hæstánægður með dráttinn og riðilinn okkar. Við vissum að það væri sama í hvaða riðli við myndum enda þá yrðu allir leikirnir erfiðir. Liðin sem eru komin alla leið á lokamót EM eiga fullt erindi þangað og því lítum við á alla leiki sem verðug verkefni sem við tökumst á í sameiningu,” segir Freyr Alexandersson í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Ég met riðilinn okkar sem einn þann sterkasta á mótinu. Það má ekki gleyma því að það fara einungis tvö lið áfram úr riðlinum og við ætlum okkur að ná í sæti til að fara áfram. Öll liðin í riðlinum eru verðug þess að fara áfram og það er því ljóst að við eigum spennandi mót fyrir höndum,” segir Freyr Freyr segir undirbúning liðsins á fullu og vonar hann að sem flestir taki þátt í honum. „Við munum undirbúa okkur mjög vel fyrir EM en það er ekki síður mikilvægt að leikmenn, knattspyrnusambandið og stuðningsmenn allir njóti undirbúningsins í sameiningu. Það er mikil vinna framundan en að sama skapi mikil tilhlökkun í öllum sem koma að liðinu fyrir þessu verkefni,” segir Freyr Stuðningur úr stúkunni er mikilvægur og vonast Freyr til að sem flestir sjái sér fært á að fylla stúkurnar í Hollandi og styðja stelpurnar okkar til dáða. „Það sýndi sig vel á EM í Frakklandi hversu mikilvægur stuðningurinn er og efa ég ekki að íslenskir stuðningsmenn fjölmenni á leiki Íslands á EM og láti vel í sér heyra. Það er mikið spurt um það hvort íslenskir stuðningsmenn ætli ekki að halda upp eins góðri stemningu og á EM í Frakklandi. Ég á ekki von á öðru,” sagði Freyr.Freyr Alexandersson.Vísir/Anton EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er ánægður með riðill Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi næsta sumar. Ísland lenti í C-riðli og er þar með Frakklandi, Austurríki og Sviss í riðli. Fyrsti leikur Íslands er á móti stórliði Frakka sem verður risapróf í fyrsta leik. „Ég er hæstánægður með dráttinn og riðilinn okkar. Við vissum að það væri sama í hvaða riðli við myndum enda þá yrðu allir leikirnir erfiðir. Liðin sem eru komin alla leið á lokamót EM eiga fullt erindi þangað og því lítum við á alla leiki sem verðug verkefni sem við tökumst á í sameiningu,” segir Freyr Alexandersson í viðtali á heimasíðu KSÍ. „Ég met riðilinn okkar sem einn þann sterkasta á mótinu. Það má ekki gleyma því að það fara einungis tvö lið áfram úr riðlinum og við ætlum okkur að ná í sæti til að fara áfram. Öll liðin í riðlinum eru verðug þess að fara áfram og það er því ljóst að við eigum spennandi mót fyrir höndum,” segir Freyr Freyr segir undirbúning liðsins á fullu og vonar hann að sem flestir taki þátt í honum. „Við munum undirbúa okkur mjög vel fyrir EM en það er ekki síður mikilvægt að leikmenn, knattspyrnusambandið og stuðningsmenn allir njóti undirbúningsins í sameiningu. Það er mikil vinna framundan en að sama skapi mikil tilhlökkun í öllum sem koma að liðinu fyrir þessu verkefni,” segir Freyr Stuðningur úr stúkunni er mikilvægur og vonast Freyr til að sem flestir sjái sér fært á að fylla stúkurnar í Hollandi og styðja stelpurnar okkar til dáða. „Það sýndi sig vel á EM í Frakklandi hversu mikilvægur stuðningurinn er og efa ég ekki að íslenskir stuðningsmenn fjölmenni á leiki Íslands á EM og láti vel í sér heyra. Það er mikið spurt um það hvort íslenskir stuðningsmenn ætli ekki að halda upp eins góðri stemningu og á EM í Frakklandi. Ég á ekki von á öðru,” sagði Freyr.Freyr Alexandersson.Vísir/Anton
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira