Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira
Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira