Ánægður með viðbrögð dómaranefndar en vill að menn viðurkenni mistökin Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 15:00 Ísak Ernir Kristinsson dæmir með Sigmundi Má og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í staðinn á föstudaginn. vísir/anton brink Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira
Hilmar Júlíusson, fyrrverandi formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segist fagna því að dómaranefnd KKÍ hafi fært dómarann Ísak Erni Kristinsson af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem fram fer á föstudagskvöldið. Ísak Ernir gerði mistök í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunnudagskvöldið þegar hann dæmdi ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, er hann gaf stoðsendinguna sem skilaði Grindvíkingum sigurkörfunni á síðustu sekúndum leiksins. Ísak var upphaflega settur á leik Þórs Þ. og Stjörnunnar sem verður í beinni á Stöð 2 Sport HD en var færður á leik Hauka og ÍR sem fer fram sama kvöld. Í viðtali við Vísi í morgun sagði Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, að menn eru oft færðir á milli leikja eftir niðurröðun þegar eitthvað kemur upp á eins og meiðsli. Aðspurður hvort ástæðan fyrir því að Ísak var færður væri þessi mistök svaraði hann: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Hilmar deilir frétt Vísis á á hópnum „Dominos spjallið“ á Facebook og byrjar á því að hrósa dómaranefndinni. „Ætlaði nú að lýsa yfir ánægu minni með að dómaranefndin væri að bregðast við og ekki setja Ísak í þá stöðu að dæma hjá Stjörnunni strax í næsta leik, fannst það til fyrirmyndar. En nei, það var ekki hægt að viðurkenna 100% að mistökin í Grindavík væri ástæðan!“ skrifar Hilmar. Hann gefur sér að mistökin séu ástæðan en eins og fram hefur komið vildi Rúnar Birgir ekki staðfesta það við Vísi. Það fer ekki vel í Stjörnuformanninn. „Hvað er að? Þetta var náttúrulega það eina rétta í stöðunni, sérstaklega gagnvart dómaranum sjálfum. Hefði tekið hatt minn ofan fyrir Rúnari Birgi og félögum ef hann hefði komið fram og sagt t.d að það hefðu orðið mistök, þeim þyki það mjög miður og þetta eru þeirra viðbrögð. Dómarinn fær ekki að dæma stærsta leik næstu umferðar. En nei, það er það er haldið áfram að klóra yfir skítinn!“ segir Hilmar Júlíusson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Tindastóll - Þór Þ. | Hvernig koma Stólarnir undan Evrópuleiknum? Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Sjá meira
Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Dómarinn sem klúðraði málunum á lokasekúndunum í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar dæmir ekki hjá Garðbæingum á föstudaginn eins og til stóð. 9. nóvember 2016 11:30