„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 15:24 Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú klukkan 15.30 vísir/getty 16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
16:57 - „Til allra kvenna, sem lögðu sitt traust á þetta framboð og mig, ég vil að þið vitið að ekkert hefur gert mig stoltari en að fá að vera leiðtogi ykkar. Ég veit að við höfum ekki enn brotið hæsta glerþakið, en við gerum það einn daginn, og vonandi fyrr en okkur grunar. Og til allra litlu stúlknanna sem horfa á þetta, ekki efast um ykkar hæfni og rétt ykkar til að upplifa eigin drauma.“ 16:53 - Hillary þakkaði fráfarandi forsetahjónum, Barack og Michelle Obama, fyrir vel unnin störf. „Við stöndum í þakkarskuld við ykkur. Við þökkum ykkur fyrir staðfasta leiðtogafærni ykkar sem hefur skipt miklu.“ Hún þakkaði einnig Bill eiginmanni sínum og Chelsea dóttur sinni og nefndi einnig allt starfsfólkið sem kom að kosningabaráttu hennar sem og þeim milljónum sjálfboðaliða sem hjálpuðu til.16:45 - Hillary Clinton mætti á sviðið ásamt eiginmanni sínum Bill Clinton og þakkaði stuðningsmönnum sínum fyrir. „Ég óskaði Donald Trump til hamingju með sigurinn í gær og bauðst til að vinna með honum fyrir hönd þjóðar okkar. Ég vona að hann verði forseta allrar þjóðarinnar. Mér þykir miður að við unnum ekki þessar kosningar vegna þeirra gilda sem við erum sammála um. Þið eruð það besta við Bandaríkin,“ sagði Clinton við stuðningsmenn sína. „Að vera frambjóðandinn ykkar hefur verið mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka. Þetta er sárt og verður það áfram. Ég vil samt að þið munið að kosningabarátta okkar snerist aldrei um eina persónu. Hún snerist um að byggja upp þessa þjóð sem við elskum.16:40 - Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, mætti á sviðið fyrir skömmu ásamt eiginkonu sinni og sagðist vera stoltur af Hillary því hún sé og verður söguleg manneskja*Uppfært 15.45* Ræðu Clinton seinkar eitthvað en búist er við að hún hefjist fljótlega. Hillary Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína nú skömmu eftir klukkan 15.30. Ekkert hefur heyrst frá henni opinberlega frá því að í ljós kom að Donald Trump hafði borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. Clinton mun ávarpa stuðningsmenn sína frá New Yorker hótelinu í New York en snemma í morgun hringdi hún í Trump og viðurkenndi ósigur sinn og óskaði honum til hamingju með sigurinn. Hefð er fyrir því að þeir sem tapi forsetakosningum haldi ræðu þar sem þeir viðurkenni ósigurinn og fastlega má gera ráð fyrir því að Clinton fylgi þeirri hefð nú á eftir.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira