Putin býst við þíðu í samskiptum við Bandaríkin Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:30 Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Vladimir Putin Rússlandsforseti vonar að samskipti Rússa og Bandaríkjamanna komist í eðlilegt horf eftir kosningu Donalds Trump. Utanríkisráðherra Íslands segir að kjör hans sé í hennar huga ákall tiltekinna hópa í Bandaríkjunum um kerfisbreytingar. Putin forseti notaði tækifærið þegar hann tók á móti trúnaðrbréfum nýrra sendiherra í Moskvu í dag til að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í nótt. „Við heyrðum málfluting hans í kosningabaráttunni fyrir embætti forseta sem miðaði að því að koma samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna aftur í eðlilegt horf,“ sagði Putin. Hins vegar væru stirð samskipti ríkjanna ekki Rússum að kenna en þeir væru reiðubúnir að leggja sitt að mörkum til að koma á eðlilegum samskiptum milli ríkjanna. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á innlimum Krímskaga eða afskipti Rússa af innanríkismálum Úkraínu. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir samskipti Bandaríkjamanna og Íslendinga mikilvæg og þau séu fjölbreytt bæði á viðskiptasviðinu en ekki hvað síst í öryggis- og varnarmálum. Utanríkisráðherra leggur áherslu á að svo verði áfram.Það hefur verið talað um að hann hafi verið helst til of vinalegur við Putin. Heldur þú að samskipti stórveldanna breytist eitthvað við komu hans í Hvíta húsið? „Ég held að við getum gert ráð fyrir því. Það verður einhver þíða. Hann hefur gefið það mjög sterklega til kynna. En svo auðvitað eigum við eftir að sjá hvort það verður einhver munur á frambjóðandnum Trump og forsetanum Trump, segir Lilja. Hún túlki þessi úrslit sem ákall um kerfisbreytingar í Bandaríkjunum. „Og að bandarískir kjósendur telji að hann sé líklegastur til að koma þeim á.“Hvers konar kerfisbreytingar? „Ég held að það sé ákveðinn hópur, til að mynda neðri millistéttin og millistéttin sem hefur átt undir högg að sækja og er kannski að óska eftir ákveðnum breytingum. Ég hef ekki farið alveg grundigt yfir það er svolítið mín tilfinning að þetta sé ákall um ákveðnar kerfisbreytingar,“ segir utanríkisráðherra. Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna óskaði Trump til hamingju með kosningasigurinn í dag en minnti jafnframt á hlutverk Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. „Sameinuðu þjóðirnar munu reiða sig á réttmæta stjórn sem miðar að því að styrkja alþjóðlega samvinnu sem og að leitast við að vinna að sameiginlegum hugsjónum, berjast gegn loftslagsbreytingum, efla mannréttind, stuðla að gagnkvæmum skilningi og hrinda í framkvæmd markmiðum um sjálfbæra þróun svo allir fái lifað í friði, við hagsæld og með reisn,“ sagði Ban Ki-moon nú síðdegis.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira