Forseti fundar með öllum flokkum á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 16:11 Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson í bústaðarferðinni eftirminnilegu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16. Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra flokka sem náðu fulltrúum á þing í kosningum til Alþingis á fund til sín á Bessastöðum á morgun. Má segja að með því taki Guðni af skarið í þeirri stöðu sem upp er komin og er nokkuð flókin. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn hafa kallað eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð frá forseta Íslands til að leiða viðræður við aðra flokka um ríkisstjórn. Í síðustu kosningum til Alþingis árið 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, sömu leið og boðaði fulltrúa allra flokka á sinn fund. Ríkti nokkur óvissa með hverjum forseti myndi fela umboðið. Svo fór að forseti veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi formanni Framsóknar, umboðið. Í hönd fóru viðræður Sigmundar Davíðs við Bjarna Benediktsson, meðal annars í sumarbústað á Þingvöllum, þar sem félagarnir fengu meðal annars óskalagið „Wild Boys“ með Duran Duran í útvarpsþætti Sigga Hlö á Bylgjunni. Þá kom fram að pönnukökur voru bakaðar í bústaðnum. Tímasetning funda forseta með hverjum flokki fyrir sig mun liggja fyrir í fyrramálið.Símtal Sigga Hlö við Bjarna Ben má heyra hér að neðan. Tilkynning frá Forseta Íslands klukkan 17:11 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi á morgun, mánudaginn 31. október, með forystumönnum stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi. Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10. Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11. Fundur forseta og Birgittu Jónsdóttur, Smára McCarthy og Einars Aðalsteins Brynjólfssonar frá Pírötum verður klukkan 12.Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 13. Fundur forseta og Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, verður klukkan 14. Fundur forseta og Óttars Proppé, formanns Bjartrar framtíðar, verður klukkan 15. Fundur forseta og Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 16.
Kosningar 2016 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira