Nýi bíll Lynk & Co frumsýndur Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2016 10:22 Lynk & Co 01 er hinn laglegasti jepplingur. Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent
Bílaframleiðandinn Geely frá Kína frumsýndi í dag þennan fyrsta bíl undir nafninu Lynk & Co, nýstofnuðu bílamerki sem er samstarfsverkefni Geely og undirfyrirtækis þess, Volvo. Þessi bíll er bæði hannaður og þróaður að fullu af Volvo í Svíþjóð, en smíðaður í Kína og til stendur að selja hann í Evrópu ásamt í heimalandinu Kína. Þessi jepplingur er 4,53 m langur og 1,85 m breiður og mjög langt er á milli öxla bílsins, 2,73 m sem telst mikið í þessum flokki bíla. Bíllinn sem fengið hefur nafnið Lynk & Co 01 er byggður á sama CMA undirvagni og verður undir nýjum Volvo 40 bílum og fær sömu þriggja og fjögurra strokka vélar. Bíllinn verður bæði í boði með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúiplingum. Síðar meir mun koma út tengitvinnbílaútgáfa hans.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent