Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2016 07:00 Markaðsverð er talsvert hærra en skiptaverð Verðlagsstofu. Fréttablaðið/Sveinn Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Mikill verðmunur er á ýsu og þorski eftir því hvort fiskurinn er seldur beint inn í vinnslu eða fer á markað. Meðalverð á slægðum þorski í júlí var rúmar 212 krónur beint inn í vinnslu útgerðanna en meðalverð á markaði var 287 krónur. Einnig var meðalverðið á markaði hærra fyrir óslægðan þorsk. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mjög mikilvægt að útgerðir greiði markaðsverð fyrir fiskinn sem sjómenn komi með að landi. „Það í sjálfu sér skiptir ekki máli hver kaupir fiskinn og ekki forgangskrafa okkar að allur fiskur fari á markað, síður en svo. Það er hins vegar skýlaus krafa okkar að útgerðir borgi það verð sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir aflann. Þarna eru sjómenn ekki að fá réttan hlut og útgerðin græðir,“ segir Valmundur.Valmundur ValmundssonÚtgerðir kaupa fisk af eigin áhöfnum inn til vinnslustöðva sem eru í eigu útgerðanna. Kaupverðið á aflanum segir til um laun sjómanna eftir veiðitúrinn, það er að þeir fá hlut af þeim afla sem selst. Verðið er ákveðið af úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna. Munurinn á skiptaverði og markaðsverði óslægðs þorsks er aðeins 21 króna á hvert kíló. Þótt þar sé kannski um fáar krónur að ræða getur það numið milljörðum ef skiptaverðið færðist nær markaðsverði, sem myndi þýða hærri laun sjómanna, hærra útsvar fyrir sveitarfélög og meiri skatttekjur ríkisins. Sjómenn segja það forgangskröfu í samningagerð sinni við útgerðina að menn greiði rétt verð fyrir þann afla sem er veiddur. Sjómenn hafa verið með lausan samning frá árinu 2011 og eru orðnir langþreyttir á tregðu útgerðarmanna til að semja. Ef ekkert gerist mun íslenski flotinn leggjast allur við bryggju þann 10. nóvember næstkomandi. Valmundur segir það líka vera þannig að markaðurinn vinni oft sem milliliður og að sá afli sem fari á markað fari ekki sjálfkrafa á uppboð. „Svo má líka segja að markaðurinn sé pínulítið skakkur því aflinn þar er ekki boðinn upp heldur segjast menn oft bara vilja kaupa aflann úr þessu skipi á þessu verði án þess að skoða hvað markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Því er markaðsverð oft lægra en það ætti að vera,“ segir Valmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00 Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa 20. október 2016 07:00
Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Fimm af sjö fylgishæstu flokkunum í framboði vilja nota fiskmarkaðsverð sem skiptaverð bolfisksafla. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því mótfallnir. Þetta kom fram á fundi Félags atvinnurekenda og SFÚ um samkeppnismál í sjávarútvegi. 13. október 2016 07:00