Söngur er okkar gjaldmiðill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2016 10:15 Þessi mynd af Samkór Kópavogs var tekin í Stykkishólmskirkju í vorferð kórsins 2016. „Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016. Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Ég get alltaf talað um Samkórinn,“ segir Erla Alexandersdóttir bókari hlæjandi, þegar hún er beðin um viðtal vegna 50 ára afmælis Samkórs Kópavogs. Hún hefur verið í kórnum í 38 ár og ætlar að syngja einsöng á tvennum afmælistónleikum í Hjallakirkju á morgun, klukkan 14 og 17. „Aðaleinsöngvarinn er samt Diddú,“ tekur Erla fram og heitir því að tónleikarnir verði veglegir. Meðal annars verði frumflutt tónverkið Hvarf eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sérstaklega samið fyrir kórinn í tilefni afmælisins. „Svo syngjum við alls konar lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og Lenka Mátéóva spilar á píanóið,“ bætir hún við. Erla byrjaði í Samkórnum haustið 1978, rétt orðin 17 ára. „Mamma var ein af stofnendum kórsins 1966 og ég fylgdi henni oft á æfingar þannig að ég hef verið viðloðandi hann alla tíð,“ útskýrir hún og heldur áfram. „Jan Morávek var meðal stofnfélaganna og stjórnaði kórnum þar til hann lést skyndilega 1970. Starf kórsins lá niðri frá 1971 til 1978 og þá var mamma ein af driffjöðrunum í að endurvekja hann.“ Erla hefur verið viðloðandi kórinn alla tíð. Hér er hún í kórferð í Vesturheimi.Í Samkór Kópavogs eru nú nær 80 manns og hafa aldrei verið fleiri að sögn Erlu. „Við fórum um 100 saman til Kanada í sumar, 67 syngjandi og restin makar. Þetta var tíu daga ferð og við sungum úti um allt meðal annars á Íslendingahátíðinni í Gimli. Það er alveg ótrúlegt hvernig tekið er á móti Íslendingum á þessu svæði. Við lentum líka í eftirminnilegu þrumuveðri í ferðinni.“ lýsir hún. Kórinn æfir í Digraneskirkju og syngur í messum öðru hvoru upp í leiguna. „Söngurinn er okkar gjaldmiðill,“ segir Erla. „Við reynum líka að vera sýnileg sem oftast,“ segir hún og bendir á vef kórsins www.samkor.is. Hún kveðst hafa verið yngst í hópnum lengst af, því kórinn hafi elst saman. „Þetta er yndislegur félagsskapur svo það er ekki hægt að hætta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. október 2016.
Lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“