Katrín hafnar stjórn með Sjálfstæðisflokki Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2016 00:01 Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata. Kosningar 2016 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn eigi ekki samleið með núverandi ríkisstjórnarflokkum og fyrsti valkostur sé alltaf vinstristjórn, án þátttöku þeirra. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það leiða af eðli máls að samstarf við vinstriflokka sé langsóttur kostur. Valkostirnir fyrir kosningar séu afar skýrir. Á internetinu hafa birst fréttir af ummælum sem Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra á að hafa látið falla á fundi með stuðningsmönnum VG í Grímsey á dögunum. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gerði þetta að umtalsefni á Facebook. „Steingrímur J. Sigfússon telur að sér sé óhætt að ljóstra upp um það í Grímsey að fyrirhugað sé að mynda stjórn VG og Sjálfstæðisflokks,“ sagði Benedikt. Umfjöllun um meint ummæli Steingríms gengu svo langt að greint var frá því í frétt með fyrirsögninni: „Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni“Benedikt segir að Steingrímur hafi gleymt því að stundum birast fréttir í land, jafnvel frá afskekktustu stöðum. Steingrímur J. Sigfússon hefur borið þetta til baka og segir það þvætting að hann hafi lýst slíku fram á fundi í Grímsey. En í raun skiptir ekki máli hvað Steingrímur sagði eða sagði ekki á fundinum í Grímsey. Hann er ekki formaður Vinstri grænna því hún heitir Katrín Jakobsdóttir. Katrín var ekki í Grímsey en segist hafa rætt málið við Steingrím sem hafi borið þessar fréttir til baka. Hún segir að það myndi ganga gegn samþykktum flokksþings VG að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Fyrsti valkostur sé alltaf myndun ríkisstjórnar með þátttöku stjórnarandstöðuflokkanna. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að margt hafi verið sagt í umræðunni sem standist illa skoðun en staðan sem sé að teiknast upp sé skýr. Annað hvort ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórn undir forystu VG og Pírata.
Kosningar 2016 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira