Nefndarmaður rithöfundaverðlauna Nóbels segir Dylan sýna hroka Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 13:15 Bob Dylan virðist lítið spenntur yfir Nóbelsverðlaununum. Vísir/Getty Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa. Nóbelsverðlaun Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira