Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2016 19:00 Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður. Kosningar 2016 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður.
Kosningar 2016 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira