Ísland sem fyrsti valkostur Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. október 2016 11:20 Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á rúmum sex árum hafa sex þúsund fleiri íslenskir ríkisborgarar flust frá landinu en til þess. Það er mikill missir fyrir okkar fámenna samfélag. Um 65% brottfluttra eru á aldrinum 20-40 ára. Ungt og vel menntað fólk sem kýs að leita tækifæra utan landsteinanna. Það er ekkert að því að fólk sæki sér reynslu og menntun erlendis, en ef við ætlum að vera samkeppnishæf við aðrar þjóðir til langframa, verðum við að tryggja að ungt, vel menntað fólk kjósi að snúa heim á ný. Að geta boðið upp á samkeppnishæf lífskjör og atvinnutækifæri við hæfi er stærsta áskorun íslenskra stjórnmála í dag. Í kosningabaráttunni hefur okkur hjá Viðreisn verið umhugað um vaxtamál. Hvers vegna? Vegna þess að vextir ráða svo miklu um lífskjör okkar. Vegna þess að það er blóðugt að þurfa að eyða háum fjárhæðum í vexti, ef við gætum varið peningunum í eitthvað sem skapar okkur betra líf. Vextir hafa um áratuga skeið verið mun hærri hér en í nágrannalöndum okkar, gengið verið mun óstöðugra og verðbólga mun meiri. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á þetta, hafa stjórnmálamenn haft lítið til málanna að leggja annað en að auka niðurgreiðslur vaxtakostnaðar og gefa fólki kost á að nýta eigin lífeyrissparnað til húsnæðiskaupa eða niðurgreiðslu á fasteignalána. Á mannamáli erum við sjálf látin niðurgreiða vaxtakostnað okkar í gegnum skattkerfið og með sparifé okkar. Það eru ekki slíkir plástrar sem við þurfum á að halda. Við þurfum raunverulegar lausnir til að lækka hér vexti og ná gengisstöðugleika. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að vextir þurfi að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum. Fyrir fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán samsvarar það 79.500 króna launahækkun á mánuði ef okkur tekst að minnka vaxtamun við nágrannalönd okkar um 3%. Í þessu felst raunveruleg kjarabót. Greiðslubyrðin verður léttari og lífsgæðin meiri þar sem þessir fjármunir nýtast í annað. Atvinnutækifæri framtíðarinnar liggja í þekkingariðnaði. Sprotar sem þar eru að hasla sér völl þurfa stöðugt rekstrarumhverfi, samkeppnishæf lánskjör og ekki hvað síst stöðugt gengi. Slíkt umhverfi var fyrir hendi þegar Össur og Marel uxu úr grasi á tíunda áratug síðustu aldar. Óstöðugleiki undanfarinna tveggja áratuga hefur staðið kröftugri uppbyggingu þekkingariðnaðar fyrir þrifum. Á undanförnum fimm árum hafa útflutningstekjur þessa geira aðeins aukist um 5 milljarða á sama tíma og ferðaþjónustan hefur blómstrað. Þar eru hins vegar fyrst og fremst að verða til þjónustustörf sem ekki krefjast mikillar menntunar. Ef við ætlum að skapa hér störf fyrir vel menntað fólk í þekkingariðnaði verðum við að laga rekstrarumhverfið. Þess vegna leggur Viðreisn til róttæka endurskoðun á gengismálum þar sem tekin er upp fastgengisstefna með myntráði. Það er raunveruleg breyting, sem skilar okkur öllum miklum ávinningi, í stað þess sjónarspils að færa fé úr öðrum vasa okkar í hinn og telja okkur trú um að það létti okkur lífið. Gerum Ísland að fyrsta vali fólks til búsetu og uppbyggingar nýrra tækifæra.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun