LeBron James: Færri mínútur munu ekki hafa áhrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 23:00 LeBron James með þeim Kevin Love og Kyrie Irving. Vísir/Getty Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Sjá meira