Eigum öll jörðina saman Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2016 09:45 "Það er heilmikill boðskapur í bókinni án þess að ég sé að lesa yfir hausamótunum á fólki,“ segir Lára. Vísir/GVA Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016. Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Ég er vön myndmálinu, það er mitt meginmál. Ég bý til teiknimyndir og skrípó en ég er líka skúffuskrifari og ákvað svo að gefa þessa sögu út,“ segir Lára Garðarsdóttir teiknari. Hún var að gefa út sína fyrstu bók, Flökkusögu, sem fjallar um ísbjarnarmæðgurnar Ísold og mömmu hennar. Þær neyðast til að leita nýrra heimkynna eftir miklar breytingar og þurfa að takast á við krefjandi verkefni. Á nýja staðnum hitta þær fyrir brúna birni og húnarnir byrja fljótlega að leika sér saman. „Ísbirnir eru miklir sundgarpar og þær mæðgur sýna mikinn hetjuskap. Þannig bendi ég á að hver og einn býr yfir hæfileikum. Svo eru börn fordómalaus í eðli sínu og pæla ekkert í hvernig leikfélagarnir eru á litinn, ef þeim finnst gaman þá finnst þeim gaman. Það eru þeir fullorðnu sem eru tortryggnari,“ útskýrir Lára. Skyldi sagan vera búin að dvelja lengi í skúffunni? „Að minnsta kosti ár. Hugmyndin spratt af því að fyrir tveimur árum las ég grein í blaði þar sem fram kom að í Alaska hefði fundist blendingur brúns bjarnar og hvíts. Þarna höfðu þessar tvær bjarnartegundir eignast afkvæmi. Þetta var ofboðslega fallegt dýr en það var auðvitað skotið,“ lýsir hún. „Við eigum öll jörðina saman og þó við séum mismunandi þá erum við lík innst inni. Það eru að gerast breytingar og við þurfum að íhuga vel hvernig við ætlum að taka á þeim,hvort sem þær snúast um manneskjur eða dýr.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október 2016.
Lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira