Mini Countryman verður tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2016 15:10 Mini Cooper S E Countryman. Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent
Fyrsti tengiltvinnbíll Mini verður önnur kynslóð Countryman bílsins, en Mini hefur áður markaðssett Mini E bílinn sem aðeins var knúinn rafmagni. Mini er í eigu BMW og nýtur þess vegna þeirrar reynslu sem smíði i3 og i8 bíla BMW hefur fært fyrirtækinu í smíði bíla sem ganga að hluta eða öllu leiti fyrir rafmagni. Tengiltvinnbíll Mini fær hið langa nafn Mini Cooper S E Countryman og hann verður fjórhjóladrifinn og með því aukast aksturseiginleikar þessarar nýju kynslóðar Countryman. Brunavél bílsins er 1,5 lítra og þriggja strokka bensínvél sem er 134 hestöfl. Með rafmótorunum bætast við 87 hestöfl og er því bíllinn ári öflugur, eða samtals 221 hestöfl. Fer afl rafmótoranna til afturhjólanna en afl bensínvélarinnar til framhjólanna. Rafhlöður bílsins duga til aksturs fyrstu 40 kílómetrana og á allt að 124 km hraða. Það tekur 3 klukkustundiur og 15 mínútur að fullhlaða rafhlöður bílsins. Cooper S E Countryman er aðeins 6,8 sekúndur í 100 km hraða. Bíllinn er með 6 gíra sjálfskiptingu.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent