Volkswagen gæti yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandinn Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2016 15:10 Slagurinn um söluhæsta bílaframleiðandann er harður og hnífjafn. Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent
Nú þegar uppgjörstölur frá þriðja ársfjórðungi berast má einnig sjá sölutölur bílafyrirtækjanna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar sést að í það stefnir að Volkswagen getur yfirtekið Toyota sem stærsti bílaframleiðandi heims þetta árið. Volkswagen hefur selt 7,61 milljón bíla en Toyota 7,53 á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins. Sala Volkswagen hefur á þessum tíma vaxið um 2,4% á meðan vöxturinn er aðeins 0,4% hjá Toyota. Sala Volkswagen bílasamstæðunnur tók kipp á þriðja ársfjórðungi því eftir að tveir ársfjórðungar voru liðnir var vöxturinn aðeins 1,5% og salan 5,12 milljón bílar. Ef að Volkswagen á svipaðan fjórða ársfjórðung eins og þann þriðja stefnir í 10,1 milljón bíla sölu þar á bæ. Hjá Toyota var hinsvegar 0,6% samdráttur í sölu á fyrstu 6 mánuðum ársins, en vöxturinn á þriðja ársfjórðungi var nærri 10%. Því gæti Toyota reyndar aftur yfirtekið Volkswagen sem stærsti bílasalinn, þ.e. ef sá vöxtur heldur áfram á fjórða ársfjórðungi.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent