Píratar herja á ungt fólk með sms-skilaboðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2016 17:09 Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í dag til að minna á kosningarnar á morgun. vísir/garðar Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Allir þeir sem eru á aldrinum 18 til 30 ára og eru hvorki með bannmerkt símanúmer í símaskrá né þjóðskrá hafa í dag fengið sms, eða smáskilaboð, frá Pírötum. Í skilaboðunum stendur „Tryggjum breytingar á morgun! Kv. Píratar XP,“ og með fylgir hlekkur á kosningamyndband. Ætla má að þúsundir ungs fólks hafi fengið skilaboðin frá Pírötum þó ekki liggi fyrir nákvæmur fjöldi, samkvæmt upplýsingum frá flokknum. „Við erum bara að reyna að ná til ungs fólks og hvetja þau til að kjósa. Við biðjumst hins vegar velvirðingar ef þetta fer fyrir brjóstið á fólki,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata í samtali við Vísi en kannanir hafa sýnt að Píratar njóta mikils fylgis í þessum aldurshópi. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þetta er sá aldurshópur sem mætir hvað verst á kjörstað og því reynir flokkurinn að ná til líklegra kjósenda með þessum hætti. Píratar keyptu lista frá CreditInfo með símanúmerunum en fyrirtækið hefur leyfi frá Þjóðskrá til að selja upplýsingarnar áfram eftir tilteknum reglum.Hér að neðan má sjá myndbandið sem linkað var á í skilaboðunum.Samkvæmt fjarskiptalögum má aðeins nota smáskilaboð fyrir beina markaðssetningu „þegar áskrifandi hefur veitt samþykki sitt fyrir fram,“ eins og segir í 1. málsgrein 46. greinar laganna. Sigríður Bylgja segir að Píratar telji sig vera að fara að lögum með smáskilaboðunum en hún segir að flokkurinn hafi meðal annars kynnt sér ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunar varðandi smáskilaboð Sjálfstæðisflokksins í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar 2014. Þá kærði einstaklingur Sjálfstæðisflokkinn til Póst-og fjarskiptastofnunar vegna smáskilaboða sem hann fékk frá flokknum á kjördag en símanúmerið var bannmerkt. Einstaklingurinn var hins vegar skráður í Heimdall og var símanúmer hans því skráð hjá Sjálfstæðisflokknum. Hann kvartaði hins vegar til Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem hann taldi skilaboðasendinguna brot á 1. málsgrein 46. greinar fjarskiptalaga. Féllst stofnunin á það en Sjálfstæðisflokkurinn kærði þá ákvörðun og felldi úrskurðarnefnd fjarskipta og póstmála ákvörðunina úr gildi.Taldi úrskurðarnefndin ekki útilokað að Sjálfstæðisflokkurinn hefði haft fyrirfram samþykki einstaklingsins fyrir „umræddum fjarskiptasendingum og að slíkt samþykki hafi ekki verið afturkallað af hálfu kvartanda með sannanlegum hætti. Af þeirri ástæðu beri að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Þar með telur nefndin ekki þörf á að taka til frekari skoðunar hvort að um beina markaðssetningu hafi verið að ræða eða ekki.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00 Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Vinstristjórnin virðist ekki í kortunum Komandi stjórnarmyndunarviðræður gætu orðið þær flóknustu í lýðveldissögunni. Könnun fréttastofu 365 bendir til þess að þeir fjórir flokkar sem lýstu yfir vilja til samstarfs í gær verði að taka annan flokk til viðbótar með í 28. október 2016 07:00
Þyrlan ræst út til að tryggja að Grímseyingar geti kosið Illa hefur gengið að koma kjörgögnum til Bjarna Magnússonar, fyrrum hreppstjóra í Grímsey, sem hefur haldið utan um framkvæmd kosninga í eynni frá 1969. 28. október 2016 15:53