Leið flokkaflakkarans um kosningarvökur Snærós Sindradóttir skrifar 29. október 2016 07:00 Kosningavökur stjórnmálaflokkanna í kvöld eru víða Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Það er af nægu að taka fyrir skemmtanaglaða kjósendur í kvöld og fram á nótt. Flokkarnir bjóða allir upp á kosningavökur og leggja allt í sölurnar til að halda sínum kjósendum ánægðum á þessari uppskeruhátíð eftir kosningarnar. Fylgi flokkanna í könnunum síðustu daga bendir þó til þess að ekki muni allir geta fagnað og líklegt að botninn detti snemma úr hjá nokkrum þessara flokka. Fari svo að Samfylkingin komi jafn illa eða verr út í kosningum en hún hefur verið að mælast og detti jafnvel af þingi er hægur leikur fyrir stuðningsmenn flokksins að skjótast yfir í kosningavöku Pírata sem er aðeins þremur húsum frá, í stóru húsnæði Bryggjunnar við Grandagarð. Píratar hafa verið að mælast vel í könnunum allt síðasta ár og eru líklegir til að geta lýst sig sigurvegara kvöldsins, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Það má bóka að hjá Pírötum verða líka flestir nýir þingmenn, blautir á bak við eyrun, og kjörið tækifæri fyrir kjósendur til að spyrja þá spjörunum úr á mest taugatrekkjandi kvöldi ársins.Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSamfylkingarfólk er þó bjartsýnt á kvöldið. „Það verður auðvitað rífandi stemning, lifandi tónlist og plötusnúður fram eftir kvöldi. Allir velkomnir,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Allar kosningavökur flokkanna eru í miðbænum ef frá eru taldar vökur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Fréttablaðið reiknaði út að tæpa klukkustund tæki að ganga á milli allra kosningavakanna, allt frá Samfylkingu við Grandagarð að Sjálfstæðisflokki á Grand Hóteli. Það borgar sig að taka leigubíl eða láta skutla sér á kosningavökur Viðreisnar og Flokks fólksins. Kosningastjóri Viðreisnar, Stefanía Sigurðardóttir, hefur engar áhyggjur af fjarlægðinni frá miðbænum. „Það verður bara partí. Ég stefni á að dansa af mér skóna. Það hefur verið það mikil gleði í framboðinu að við verðum að halda því áfram.“ Flestar kosningavökurnar hefjast upp úr klukkan níu en kjörstöðum verður lokað klukkan tíu og búast má við fyrstu tölum tiltölulega fljótlega upp úr því, á ellefta tímanum. Tölurnar verða kynntar í beinni útsendingu á Stöð 2.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira