Hrafn um brottrekstur Reggies Dupree: Þetta leiðindaatvik hjálpaði til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2016 22:37 Hrafn hefur stýrt Stjörnunni til sigurs í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. vísir/ernir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik í sigrinum á Keflavík í kvöld. Hann var ekki jafn hrifinn af frammistöðu Garðbæinga í fyrri hálfleiknum. „Þetta var saga tveggja hálfleikja. Ég var ofboðslega ósáttur við fyrri hálfleikinn og hvernig við komum inn í hann. Við vissum alveg að Keflavík myndi láta okkur hafa fyrir hlutunum og við ætluðum að taka vel á móti. En núll liðsvillur og 10 tapaðir boltar í 1. leikhluta benda til þess að menn hafi ekki verið nógu sterkir andlega og við þurfum að greina af hverju það var,“ sagði Hrafn eftir leik. Keflvíkingar héldu í við Stjörnumenn í fyrri hálfleik en það má segja að vendipunktur leiksins hafi verið þegar Reggie Dupree lét henda sér út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins Shouse upp í stúku. Hrafn segir að brottreksturinn hafi haft sitt að segja fyrir bæði lið. „Þetta leiðindaatvik hjálpaði til. Manni finnst ekkert gaman þegar eitthvað slíkt hjálpar manni í baráttunni,“ sagði Hrafn en atvikið má sjá hér að neðan. Þjálfarinn er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu, enda eru Stjörnumenn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hann segir samt að liðið geti gert betur. „Við getum betur og verðum að vinna eftir einhvers konar áætlun. Ég veit ekki alveg hvert maður færi ef maður spilaði á hæsta leveli í fyrstu fjórum umferðunum. En það er gott að sjá að stigin dreifast vel og mismunandi menn stíga upp á mismunandi stundum,“ sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Reggie rekinn út úr húsi fyrir að kasta svitabandi Justins upp í stúku | Myndband Bakvörður Keflavíkur gerði sig sekann um heimskulegan hlut og fékk reisupassann. 28. október 2016 21:12
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 99-82 | Sannfærandi Stjörnusigur Stjarnan er áfram með fullt hús stiga í Domino's deild karla í körfubolta eftir öruggan 17 stiga sigur, 99-82, á Keflavík í lokaleik 4. umferðar í kvöld. 28. október 2016 22:45